Markmið hátíðarinnar

 

Markmið okkar er að bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á veglega hátíð þar sem barnamenningu er gert hátt undir höfði með fjölbreyttri dagskrá á sviði og túni.

Við bjóðum upp á fjöldann allan af fræðandi og skemmtilegum smiðjum þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til þess að spreyta sig á margskonar listformum og kynnast einhverju nýju og óvæntu saman.

Við viljum ýta undir að fjölskyldur leiki sér saman og skapi saman minningar sem endast ævilangt. Svæðið er hannað út frá þörfum barna og hugað er að því að börn fái að leika sér út frá sínum eigin forsendum.