Kátt á klambra 2019

Viðburðir og smiðjur

 

Sirkus smiðja

Húlladúllan verður á svæðinu með hringina sína flottu og ýmis önnur sirkus leikföng. Allir geta fundið sig í þessari smiðju.

 

Dans með Plíé

Plié Listdansskóli er leiðandi skóli við danskennslu barna. Skólinn sérhæfir sig í að kenna börnum frá 18 mánaða aldri dansfjör, ballet, jazz, modern, stepp, yoga og musical theatre. Skólinn er þekktur fyrir nýstárlegar kennsluaðferðir þar sem líkamsvirðing og uppbygging á sjálfsmynd er höfð að leiðarljósi. Embla og Birta kennarar frá Plié ætla að leiða börnin í gegnum 30 mín skapandi stund með blöndu af dans og hreyfingu.

 

Smástund

Smástund á stóra, bláa kubba sem börn á öllum aldri elska að leika sér með. Þeir eru ekki bara skemmtilegir heldur hafa þeir ótrúlega jákvæð áhrif á þroska barna 

Barnanudd

Hversu kósý er það að fá smá nudd? Einnig geta svo foreldrar geta fræðst um hvernig gott er að nudda ungabörn og krakka á öllum aldri.Við umönnun barna er okkur eðlislægt að snerta og nudda til að sefa þau og hugga. Börn hafa þörf fyrir að vera snert á einlægan og róandi hátt alla barnæskuna. Elsa Arnadóttir sjúklranuddari leiðbeinir og nuddar kríli og káta krakka

 Gróa

Stelpu bandið sem er alveg að fara að slá í gegn. Fumlegar, skemmtilegar og óhefðbundnar.

 

 

 

 

 

Hreyfiflæði með Primal

Hefur þig alltaf langað að standa á höndum? Eða kanntu það og langar að læra meira? Snillingarnir frá Primal Iceland verða á hátíðinni í sumar þar sem liðleiki og hreyfigeta verða í hávegum höfð.

Diskótjald

 

LED dansgólf, open mic, karíókí og stanslaust fjör í Diskó tjaldinu en Siggi Bahama og Dj-StoryLight passa að allir séu í stuði.

 

 

 

Hjólabrettasvæði

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur verður á svæðinu með ramp, bretti og leiðsögn.

 

 

Tónafljóð

Við bjóðum upp á ævintýraleg atriði fyrir börn þar sem við blöndum saman söng og leikrænum tilburðum. Við höfum sett saman tónlistarsyrpu með vinsælum lögum úr teiknimyndum.  Leikræn atriði, búningar og hugljúfar raddanir gleðja bæði börn og fullorðna.
Auglýst betur síðar. 

 

Opin efnisviður – smiðja

Skoðum og leikum okkur að spennandi efniviði: fjaðrir, könglar, greinar, skeljar og sandur koma við sögu. Þarna gefst fólki tækifæri til að kanna efnið, leika sér og gera tilraunir. Guðný Rúnarsdóttir sjónlistakennari heldur utan um þessa smiðju sem stendur allan daginn

 

 

Andlitsmálun

Langar þig að verða sjóræningi, blómálfur eða ljón, andlitsmálararnir okkar geta reddað því

 

 

Skynjunarslóðinn

Hugrún Margrét sviðslistakona og listkennari býður gestum upp á ferðalag um skynjunarslóðann. Hér er um að ræða veislu fyrir skynfærin þar sem óvæntir og skemmtilegir hlutir gerast. Lyktar- óræða- og snertiskynið leiða gesti áfram. 

Hljóðheimurinn í skynjunarslóðanum er eftir Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur.

 

Sögukeppni

Forlagið ætlar að halda sögukeppni fyrir börn í samvinnu við Kátt á Klambra 2019.

Börn geta tekið þátt með því að skrifa stutta sögu á sérstök sögublöð sem þau svo skila inn. Hámarkslengd er ein A4 síða.
Farið verður yfir sögurnar eftir hátíðina og íslenskar barnabækur veittar í verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.


Í tjaldinu verða bækur til afnota fyrir þá sem vilja slaka á og sökkva sér ofan í bók eða dunda sér við að föndra skemmtileg bókamerki

 

 

Flækja

Leikhópurinn Flækja sýnir nýtt leikrit um persónurnar Það og Hvað. Þær eru forvitnar um lífið og tilveruna og þurfa hjálp barnanna við að svara stóru spurningunum. Þær tjá vangaveltur sínar með söng og dansi. Sýningin er litrík, einlæg og skemmtileg og hentar sérstaklega börnum á leikskólaaldri.

Krakkaveldi

Krakkaveldi eru samtök barna sem vilja breyta heiminum til hins betra. Til þess að ná því markmiði halda þau mótmæli, senda bréf til ríkisstjórnarinnar á Íslandi, semja og flytja sínar eigin ræður og tónlist um það sem skiptir þau máli og margt fleira. Um allan heim eru raddir krakka að ná fram alvöru breytingum. Þetta á ekki síst við á Íslandi, eins og sjá má á loftslagsverkföllum og samstöðu Hagaskólanema með skólasystur sem stjórnvöld hyggjast senda úr landi. Allir krakkar sem vilja mega vera með í Krakkaveldi. Saman geta krakkar gert hvað sem er!

 

 

 

BMX brós

Sýningarnar eru kraftmikil upplifun sem fær hjörtun til að slá hraðar, áhorfendur eru miklir þátttakendur og hentar sýningin vel fyrir unga sem aldna. Í lokin gefst krökkunum tækifæri til þess að spreyta sig á hjólunum, við hvetjum til hjálmanotkunar og fyrir okkur er mikilvægt að allir fari brosandi heim.

Auglýst betur síðar. 

Sápukúlur og sull Childs farm

Childs farm sápukúlur, sull og sandur fyrir alla káta krakka.

Rokkneglur

Gular, rauðar og allskonar neglur fyrir alla:)

 

 

 

Þrautabraut

Þú munt þekkja hljóðið í bjöllunni þegar stoltir þrautabrautarar hafa lokið brautinni. 

 

 

 

Tattoo

Allir geta fundið sér tattoo og skellt því á sig:)

 

 

Lukkuhjólið

Í lukkuhjólinu okkar eru ýmsir vinningar og allir geta tekið þátt:)

 

 

 

 

Barnasáttmálinn

Réttindi barna verða kynt á skemmtilegan hátt á svæðinu með Barnheill.  

 

 

 

Dj Flugvél og geimskip

Hún mun sjá til þess að við förum með fögrum tónum upp í geim og tilbaka og að allir krakkar geti fengið að prófa sig áfram í raftónlistarsmiðju.

 

 

 

 

Herra Hnetusmjör

Hr. Hnetursmjör og Huginn, tveir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins sameina krafta sína á Kátt á Klambra með sínu einstaka flæði og munu eflaust gera allt vitlaust á hátíðinni. .

 

 

 

Bjartar Sveiflur

Bjartar sveiflur samanstendur af hljóðfæraleikurum sem leikið hafa með öðrum kunnum hljómsveitum á borð við Sudden Weather Change, Oyama, Retrön og Gangly en ásamt Loja eru það þeir Dagur Sævarsson gítarleikari, Úlfur Alexander Einarsson sem syngur og spilar á syntha og gítar, Kári Einarsson leikur á bassa, Ólafur Daði Eggertsson syngur og dansar og loks trommarinn Arnar Ingi Viðarsson.

Snákaspil

“””Stærsta”” slönguspil á Íslandi verður á svæðinu! 10 fermetrar af slöngu-stuði þar sem þátttakendur eru hluti af spilinu og keppa um að komast fyrstir á leiðarenda. En passaðu þig á slöngunum, þær eru risastórar!”

Fjársjóðsleit Minute Maid

Fjársjóðsleit Skoðaðu náttúruna á Klambratúni og fáðu verðlaun fyrir!

Skiptitjald Bamboo

Bambo Nature tjalið, þar sem öll lítil krili geta fengið bleyjur og hægt að setjast í þægilega sófa og gefa brjóst

Yoga Moves

YogaMoves eru þéttir og skemmtilegir yoga, dans og hugleiðslu tímar/viðburðir. Boðið er upp á hugvekju, innblástur, öndun, yogaflæði, hreyfingar, dansbrjálæði og hugleiðslu. Plötusnúðuinn KES ásamt Tómasti Oddi Eiríkssyni yogakennara og gleðigjafa ælta að sjá til þess að allir hreyfi sig í geggjaðri upplifun og heilbrigðri útrás !

Primal handstöðu kennsla

Hefur þig alltaf langað að standa á höndum? Eða kanntu það og langar að læra meira? Snillingarnir frá Primal Iceland verða á hátíðinni í sumar þar sem liðleiki og hreyfigeta verða í hávegum höfð.

Dans Brynju Péturs

Dans Brynju Péturs verður með flotta og kraftmikla danssýningu á Hátíðarsviði

Kynnir hátíðarinnar

Andri Freyr sem margir þekka betur sem Andri á flandri sér um að allt fari vel fram á hátíðarsviði ásamt dóttur sinni Unni Lóu.

Tálgun – smiðja

Allir velkomnir Kl: 11.30- 13.30 (20 mín. í einu svo er skipt um hóp)

Ólafur Oddsson (Óli skógur) skógarleiðbeinandi, kynnir tálgun fyrir gestum, efni og hnífar verða á staðnum.

Þátttakendur frá að prófa að tálga og kynnast “öruggu tálgutækninni” þar sem tálgað er bæði að og frá þar sem önnur hendin ýtir á hnífinn og hin stýrir og bremsar. Nefnd eru dæmi um einföld verkefni sem þátttakendur geta æft sig á þegar tækninni er náð. 

Smiðjan er fyrir börn og fullorðna saman, kennt verður í litlum hópum

Partý Vöfflur Kötlu

Hvað er betra en vaffla á fallegum sunnudegi, í vöfflutjaldi Kötlu getur hver og
ein leyft sköpunargleðinni að njóta sín og skreytt sína eigin partý vöfflu. Boðið verður
upp á ýmiskonar skraut ásamt súkkulaði, sírópi og berjum. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna.

Fjölskyldujóga

 Minute Maid Föndurtjaldið

Minute Maid umbúðir eru endurnýtanlegar og umhverfisvænar og því geta allir krakkar og foreldrar gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn í Minute Maid föndurtjaldinu. Skapaðu þinn eigin bíl, grímu, brúðu eða bara hvað sem er úr þessum skemmtilegu umbúðum 

Bókabíllinn Höfðingi

Höfðingi kíkir á svæðið og býður börn og foreldra innilega velkomin í heimsókn. Bókabíllinn er búin að keyra um götur borgarinnar frá árinu 1969 og er því 30 ára í ár. Bókabíllinn er enn á fullu að þjónusta íbúa borgarinnar og stoppar nú á 30 stöðum í Reykjavík, allt frá Skerjafirði og upp á Kjalarnes. Það er heiður að fá Bókabílinn á Klambratúnið okkar að fagna þessum degi með okkur.