Á Víðistaðatúni
Laugardaginn 27. júlí 2024

Kátt Barnahátíð tekur vel
á móti ykkur!

 

Kátt Barnahátíð er ómissandi fjölskylduskemmtun sem haldin verður á Víðistaðatúni í Hafnarfirði laugardaginn 27. júlí í ár. Vegleg hátíð þar sem barnamenningu er gert hátt undir höfði. Fjölbreytt dagskrá verður á sviði og túni, ásamt fjölda af fræðandi og skemmtilegum smiðjum.

Í samstarfi við:

Fjölbreytt dagskrá

Við tökum á móti góðum gestum á sviðinu sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Dagskrá kemur fljótlega!

Hin sjúklega skemmtilega og frábæra Sandra Barilli verður kynnir hátíðarinnar og stýrir dagskránni á Flórídana sviðinu!
Bræðurnir Hálfdán og Matthías hafa gefið út tónlist saman undir nafninu VÆB frá '22 en vöktu mikla athygli þegar þeir tóku þátt í söngvakeppni sjónvarpsins '24 með laginu Bíómynd 🎬🦍👸🏼👩‍🚀
Lalla Töframann þarf varla að kynna, hann mætir að sjálfsögðu til okkar í ár með töfrasýningu, stútfulla af gríni, gleði og hamingju fyrir börn ...sem og fullorðna! 🤡🎈
Partý Kóngur Íslands og þjóðargersemin, Páll Óskar mætir á Flórídana sviðið 27. júlí !! 👑✨️
Það verður stanslaust stuð, ekki missa af þessu !
Jóna Margrét sló í gegn í síðustu Idol stjörnuleit og lenti þar í 2. sæti! 🎤🥈
Húgó (Andri) byrjaði að búa til tónlist í Menntaskóla og gaf út lagið Hvíl í Friði ´21, síðan þá hefur hann verið virkur í íslensku tónlistarlífi, gefið út smell eftir smell og troðið upp á öllum helstu tónlistarhátíðum landsins. 🎶🎛🎧
Jakob Orri er 8 ára gamall plötusnúður! 🎧🎚🎛🎶
Hann er í 2.bekk í Langholtsskóla, æfir fótbolta og Júdó, elskar að teikna, syngja og spá í tónlist ⚽️🥋✏️🎤
Tónafljóð samanstendur af reyndum söngkonum sem hafa tekið þátt í fjölmörgum söng- og tónlistar verkefnum. Saman flytja þær ævintýralega barnaskemmtun sem inniheldur vinsæl Disney lög og ýmis barnalög. 👸🏼
Hin magnaða Elva frá Plié Listdansskóla ætlar að leiða gesti í gegnum skapandi stund með skemmtilegri blöndu af dans og hreyfingu! 💃🏼🤸‍♀️
Ef þið þekkið hann ekki nú þegar mælum við með að fá hann í næsta partý! 🥳
DJ Fred Fabulous (a.k.a Friðrik Fannar, Frikki og Frigore) spannar heil 20 ár sem plötusnúður og tónlistarmaður.
Paradísa kom fersk inn í DJ senuna 2023, hún hefur mikla ástríðu fyrir tónlist af öllu tagi og spilar allt frá léttum og þægilegum lounge tónum yfir í eðal partý hústónlist !! 🎧🎶😎
5tyr er listamannsnafn tónlistarmannsins Nökkva Styr.
Nökkvi er 13 ára og hefur æft klassískan gítar í 8 ár og á trommur í 4 ár 🎸🥁
Hann spilar í tveimur samspils hljómsveitum ásamt því að vera meðlimur í blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar. 👌🏻
Feðginin Saga & Siggi Bahama mynda saman DJ dúóið Twisted Mixer. Þessi frábæru feðgin deila ást á músík og mixa saman gjörsamlega geggjaða stemningu!! ✨️👨👧✨️
Hin magnaða RAVEN/Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir er 26 ára tónlistarkona úr Laugardalnum. Frá árinu 2017 hefur hún gefið út popptónlist undir listamannsnafninu RAVEN.
Hljómsveitina BASL skipa þau Áslaug, Embla, Maggi, Matti, Þorgerður og Þórey. Þau hafa öll æft á hljóðfæri frá unga aldri og spila bæði frumsamin lög og ábreiður! 🎶🎸🥁
Unnur María Máney Bergsveinsdóttir er sjálfstætt starfandi sirkus listakona, búsett á Ólafsfirði 🎪 Hún mun leika listir sínar á hátíðinni í fimmta sinn í sumar og kenna börnum og fullorðnum hinar ýmsu sirkuslistir!
DJ Rugla mun taka nokkra snúninga fyrir okkur! 🎵 Ugla hefur verið með á öllum hátíðum til þessa, enda móðir hennar hugmyndasmiður hátíðarinnar og má segja að Ugla sé kveikjan í þessu öllu! 💥
Andartak a.k.a. Arnór Kári er fjölhæfur listamaður sem flæðir á milli margra pláneta listanna 🌌 Hann mun koma fram à Litla Sviðinu og heldur Barna Rave fyrir hátíðargesti 🕺🏼
Taktur og texti er spennandi tónlistarsmiðja sem Steinunn Jónsdóttir (Reykjavíkurdætur og Amabadama) og Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco og fleiri) leiða 🙌🏻 Skráning fer fram á staðnum.
Hin dásamlega tónlistarkona Vala Sólrún Gestsdóttir spilar á kristalsskálar sem stilla orkukerfi líkamans og stuðla að ró í taugakerfinu, bætir andlega og líkamlega líðan 🧘‍♀️😌
Rithöfundurinn Bergrún Íris verður með ritlistarsmiðjur með ofurhetju og glæpaþema á hátíðinni í ár! 🔎
Pláneta ætlar að kenna okkur skynjunarleiki (e. Sensory Play) á hátíðinni!
Fígúrugerð úr ávöxtum og grænmeti í samstarfi við Ella´s Kitchen og Bananar, börn fá að spreita sig í að búa til fígúrur úr ávöxtum og grænmeti🍌🍊🥝🍓🫐🥒
Natalia býður upp á tónlistarstund fyrir börn á aldrinum 0-3 ára og 3-6 ára. Viðburðurinn tekur um það bil hálftíma og fer skráning fram við inngang hátíðarinnar! 🥰i
Flugdrekasmiðja með Frikka frá Höfuðstöðinni❗️Skráning í smiðjuna verður við inngang❗️
Ungir og upprennandi höfundar fá tækifæri á að koma sögu sinni á blað. Forlagið veitir bókaverðlaun fyrir þrjár sögur 📚
Þau DJ Margeir og DJ De La Rósa sjá um að halda taktinum gangandi í Pioneer DJ smiðju. Þar fá upprennandi plötusnúðar og snældur tækifæri til að spreyta sig á Pioneer DJ græjum undir leiðsögn reynslubolta í bransanum 🎧
Graffiti Smiðja með listamönnunum Arnóri Kára, Karli Kristjáni og Róberti Orra. ❗️Skráning í smiðjuna verður auglýst þegar nær dregur - Fylgist með því færri komast að en vilja!
Libero býður upp á skipti- og gjafa aðstöðu á svæðinu. Í tjaldinu verða skiptiborð, þægilegir stólar og svæði fyrir eldri börnin til að slaka á 🥰
Í Silent Disco tjaldinu getur þú tekið sporið á alvöru diskó dansgólfi með þráðlaus heyrnatól 🎧 Þar stillir þú þig inn á þá tónlistarrás sem losar um mjaðmaliðina, fær þig til að hoppa, nú eða öskursyngja með!🎶
☁️🧚🏼‍♀️Sápukúlur🧚🏼‍♀️☁️
Hver elskar ekki risa sápukúlur? Á hátíðarsvæðinu verður sérstakt svæði þar sem ungir sem aldnir geta gleymt sér í sápukúlugerð langt fram eftir degi.
Á svæðinu verður hægt að fá flotta fléttu eða aðra greiðslu í sérstöku hárgreiðslutjaldi ì samstarfi með Child's Farm 💇🏼‍♀️ Þar verður einnig hægt að búa sér til álfaspangir og fá glimmer í hárið ✨️ Hvernig hàrgreiðslu ætlar þú að fá þér? 😃
Kynnist ævintýraheimi Gíneu í vestur Afríku í gegnum dans,söng og leiki við lifandi trommuslátt 🥁🇬🇳 Fram koma Sandra Sano Erlingsdóttir, Alseny Sylla, Rubin Karl Hackert og Luis Lucas Antonio Cabambe 💥
Kátir andlitsmálarar í samstarfi við Partýbúðina verða á sínum stað til að mála börn (og fullorðna). 🎭
Vilt þú vera froskur, ljón eða jafnvel fiðrildi í einn dag? 🦁🐸🦋
Við elskum regnboga, liti og allt sem glitrar og í boði verður að skreyta sig og sína með skemmtilegum tattoo-um á hátíðinni til að koma sér í hátíðarskap! 🌈

Hvernig tattoo langar ykkur í? 😀

Á hátíðinni viljum við gera vel við börnin og frá upphafi hefur verið í boði barnanudd og á því verður engin undantekning í ár 💆‍♂️🥰💆🏽‍♀️ Tilvalin leið til að slaka á og eiga ánægjulega og rólega stund með barninu/börnunum 😌
Það er fátt skemmtilegra en að gleyma sér og dunda í Lego tjaldinu okkar sem verður opið gestum allan daginn, hvað langar þig að búa til? 👾

Komdu að kubba með okkur á Víðistaðatúni! 🥰

Vilt þú vera
sjálfboðaliði á Kátt?

Sjálfboðaliðar óskast á Barnahátíðina Kátt þann 24.- 29. júlí 2024 en hátíðin fer fram laugardaginn 27. júlí.

Allir sjálfboðaliðar sem eru heilan dag fá veglegan gjafapoka í lokin, frían mat (samlokur, pylsur eða pizzu) og miða fyrir fjölskylduna á hátíðina 😊 Samið er um vaktir sem henta hverjum og einum.

Dæmi um verkefni eru afgreiðsla, búa til candy floss, andlitsmálun, sápukúlugerð, búa til fígrúrur úr ávöxtum með Ella’s Kitchen, aðstoð við uppsetningu, samantekt og margt fleira.

Lofum gleði, gaman og bullandi stemningu!

Myndagallerí

Samstarfsaðilarnir okkar

Ella's Kitchen
Ikea
Bananar
Góði Hirðirinn
Libero
Kókómjólk
Kit Kat
Hafnarfjörður
Childs Farm
Floridana
Armar
Húsasmiðjan
Slippfélagið
Partýbúðin
Vilko
Pioneer DJ