Á Víðistaðatúni
Laugardaginn 27. júlí 2024
Kátt Barnahátíð tekur vel
á móti ykkur!
Kátt Barnahátíð er ómissandi fjölskylduskemmtun sem haldin verður á Víðistaðatúni í Hafnarfirði laugardaginn 27. júlí í ár. Vegleg hátíð þar sem barnamenningu er gert hátt undir höfði. Fjölbreytt dagskrá verður á sviði og túni, ásamt fjölda af fræðandi og skemmtilegum smiðjum.
Í samstarfi við:
Fjölbreytt dagskrá
Við tökum á móti góðum gestum á sviðinu sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Dagskrá kemur fljótlega!
Það verður stanslaust stuð, ekki missa af þessu !
Hann er í 2.bekk í Langholtsskóla, æfir fótbolta og Júdó, elskar að teikna, syngja og spá í tónlist ⚽️🥋✏️🎤
DJ Fred Fabulous (a.k.a Friðrik Fannar, Frikki og Frigore) spannar heil 20 ár sem plötusnúður og tónlistarmaður.
Nökkvi er 13 ára og hefur æft klassískan gítar í 8 ár og á trommur í 4 ár 🎸🥁
Hann spilar í tveimur samspils hljómsveitum ásamt því að vera meðlimur í blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar. 👌🏻
Hver elskar ekki risa sápukúlur? Á hátíðarsvæðinu verður sérstakt svæði þar sem ungir sem aldnir geta gleymt sér í sápukúlugerð langt fram eftir degi.
Vilt þú vera froskur, ljón eða jafnvel fiðrildi í einn dag? 🦁🐸🦋
Hvernig tattoo langar ykkur í? 😀
Komdu að kubba með okkur á Víðistaðatúni! 🥰
Vilt þú vera
sjálfboðaliði á Kátt?
Sjálfboðaliðar óskast á Barnahátíðina Kátt þann 24.- 29. júlí 2024 en hátíðin fer fram laugardaginn 27. júlí.
Allir sjálfboðaliðar sem eru heilan dag fá veglegan gjafapoka í lokin, frían mat (samlokur, pylsur eða pizzu) og miða fyrir fjölskylduna á hátíðina 😊 Samið er um vaktir sem henta hverjum og einum.
Dæmi um verkefni eru afgreiðsla, búa til candy floss, andlitsmálun, sápukúlugerð, búa til fígrúrur úr ávöxtum með Ella’s Kitchen, aðstoð við uppsetningu, samantekt og margt fleira.
Lofum gleði, gaman og bullandi stemningu!