Kátt á klambra 

Um okkur

Afslöppuð og notaleg barna og fjölskylduhátíð

Kátt á Klambra var fyrst haldin sumarið 2016 á Klambratúni með það markmið að skapa barna- og fjölskylduhátíð þar sem bæði börn og fullorðnir gætu skemmt sér saman.

Leiðarljós hátíðarinnar hefur verið að skapa afmarkað svæði þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og þar með efla tengsl og samveru fjölskyldunnar á jákvæðan og uppbyggjandi hátt ásamt því að skilja eftir sig menningarlegan arf.

Góð mæting og jákvæðar viðtökur gesta gáfu til kynna að vöntun væri á afþreyingu fyrir fjölskyldufólk yfir sumartímann í höfuðborginni og börn jafnt sem fullorðnir hlakka nú til að koma á Kátt á Klambra. 

Sérstaða hátíðarinnar er sú að mikið er lagt upp úr því að börn fái að prófa og þreifa sig áfram með mismunandi listform eða hvers kyns athafnir, hvort sem það er í formi myndlistar, ritlistar, bókalesturs, tónlistar, dans eða annars konar hreyfingu, hugleiðslu og áfram mætti lengi telja.

Markmið hátíðarhaldara hefur verið frá upphafi að börn geti sótt í rólegar stundir á hátíðinni sem og frjálsan og óheftan leik og hefur dagskrá hátíðarinnar ávallt endurspeglað þetta. Dagskráin miðar að aldurshópnum 0-14 ára þegar kemur að börnum en þó er öll fjölskyldan velkomin á hátíðina og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hátíðin er alltaf haldin síðustu helgina í júlí og viljum við vera árlegur viðburður á Klambratúni ásamt því að taka þátt í að gera barnamenningu sýnilega í borgum og sveitum landsins.  

Margar hendur koma að því að hátíðin sé eins glæsileg og hún er, margir sjálfboðaliðar og góðvinir sem hjálpa okkur á hverju ári. 

Skipulagshópurinn í ár er flottur og vinnum við þetta saman:)

 

 

Um okkur 

Jóna Elísabet Ottesen

Framkvæmdastjóri og hugmyndasmiður.
Netfang: jona@kattaklambra.is

Það var sumarið 2015 sem ég fékk hugmyndina að barnahátíðinni Kátt á Klambra. Mig langaði að gera veglega barnahátíð á grænu svæði í borginni þar sem börn og foreldrar gætu átt góðan dag saman. Farið var á fullt að plana og skipuleggja hátíðina sem var svo haldin í lok júlí 2016 með góðri aðstoð vina og áhugsamra þátttakenda. Góðar viðtökur gesta og ást mín á hátíðinni hefur verið hvatinn til að halda áfram og gera Kátt á Klambra að árlegum viðburði í borginni. 

Valdís Helga Þorgeirsdóttir

Viðburðarstjóri og íþróttaálfur 
Netfang: valdis@kattaklambra.is

Íþróttaálfurinn og jógagúrúinn sem tók hugmyndinni vel og hefur tekið þátt í móta og gera Kátt á Klambra skemmtilega barnahátíð með fullt af hreyfingu, fjöri og frábærum listamönnum.  

 

Gunnhildur Helgadóttir 

 Listakona og föndurmeistari

Sveitastelpa sem hefur gott auga fyrir fallegum hlutum og hefur málað, smíðað, skreytt og bara tekið þátt í að gera Kátt á Klambra litríka og glimmrandi flotta hátíð. Föndurtjaldið er hennar og þar er hægt að prufa sig áfram með ýmis form og efni. 

 

Viktoría Blöndal

Listrænn viðburðarstjóri

Netfang: viktoría@kattaklambra.is

Ofurmamman sem er súper fyndin, hress og skemmtileg. Hún hefur séð um ritlistarsmiðju á Kátt á Klambra og hugmyndir hennar um skemmtilega dagskrá hafa gefið hátíðinni mikið vægi. Áfram dans, list og allskonar með Viktoríu.

 

Ása Ottesen

Samfélagsmiðlastjóri

Netfang: asa@kattaklambra.is

Póstarnir hennar munu ekki fara framhjá ykkur í sumar. Hún mun kynna fjörið á facebook og instagram ásamt því að vera okkur innan handar í öllum þeim málum sem koma upp:)

 

Hildur Soffía Vignisdóttir 

Markaðssnllingurinn sem kom sá og sigraði með okkur árið 2017 og 2018. 

 

 

Steingrímur Ingi Stefánsson

Yfirsmiður og sápukúlukall

Netfang: stingistef@gmail.com

Hver spíta, tjald og hlutur sem fer á svæðið er í umsjón hans Inga. Hann hefur töfrað svæðið með sínu fagra brosi á öllum þeim viðburðum og hátíðum sem við höfum sett upp. Þess á milli blæs hann risa sápukúlur og passar að allt gangi sem best. 

 

Linda Sumarliðadóttir 

Verkefnastjóri

Netfang: linda@kattaklambra.is

Brasarinn sem kom í verkefnið núna 2019 og mun halda utan um fjölda verkefna og starfa sem þarf að sinna i sumar.  

 

Dagmey  

Svæðisstjóri

Netfang: dagmey@kattaklambra.is

Svæðisstjóri sem mun sjá um að öll tjóld fari á réttan stað og allir séu öryggir á svæðinu.  

 

Hafdís 

Markaðssnillingur

Netfang: hafdis@kattaklambra.is

Það munu allir vita af okkur í sumar með aðstoð Hafdísar:)  

 

Særós Rannveig

Sjálfboðaliðastjóri og fleira

Netfang: saeros@kattaklambra.is

Allt mugligt manneskjan með allskonar reynslu í viðburðastjórnun, verkefnastjórnun, listum og menningu og þá sérstaklega master í barnamenningu.