AÐRIR VIÐBURÐIR

Torg í fóstur

Torg í fóstur

Við tókum þátt í að bjóða upp á barnaviðburði um allan bæ sumarið 2017 í samstarfi með verkefni Reykjavíkurborgar Torg í fóstur. 

Viðburðir sumarsins gengu allir vel og það var skemmtilegt að sjá hvað börnin nutu
þess vel að fá rými í miðborginni til þess að taka þátt í einhverju skemmtilegu.

Það var áberandi að barnaviðburðir eru ekki einungis skemmtilegir fyrir börnin heldur
einnig foreldrana sem fá tækifæri til að leika við börnin sín og hafa aðgang að
afþreyingu án þess að þurfa að taka upp veskið. Þeir tóku ýmist þátt eða slöppuðu af
og spjölluðu við aðra foreldra. Þá höfðu einnig margir aðrir gestir borgarinnar gaman
að því sem í boði var, tóku þátt eða forvitnuðust um viðburðinn og tóku myndir. Það
er því sannarlega bæði íbúum og gestum borgarinnar í hag að barnamenning sé
sýnileg í borginni.