Kátt á klambra 2019
Svæðið
SVÆÐIÐ
Klambratún
Gott aðgengi er fyrir hjólastóla, salerni eru á svæðinu, Bamboo Nature tjaldið sér um littlu krílin, alls kyns matvagnar ásamt sjoppunni okkar sem lumar á allskyns kræsingum.
Bílastæði
Við leggjum til með að fólk noti tækifærið og labbi, taki strætó eða hjóli. Bílastæði eru við Kjarvalstaði og svo einnig í nágrenninu.
Týnd börn
Upplýsingartjald er á svæðinu sem sér um að fá aðstoð ef einhver er týndur eða meiddur. Einnig má sjá starfsfólk okkar í mertkum bolum á svæðinu og geta aðstoðað gesti.
Matur
Reykjavík Street food mun sjá um að allir finni sér góðan mat í hinum ýmsu matvögnum sem verða á svæðinu hjá okkur
Verum umhverfisvæn
Við viljum vera eins umhverfisvæn og hægt er. Flokkum og endurnýtum
Heyrnahlífar
Við seljum hlífar til að vernda lítil eyru við hávaða á svæðinu.
WC & skiptiaðstaða
Klósett kamrar eru á svæðinu ásamt flottu Bamboo Nature tjaldi þar sem hægt er að skipta á bleyjum, setjast í sófa og gefa brjóst.
Gæsla
Svæðið okkar er afgirt og með einum aðal inngangi. Kátt á Klambra er barnahátíð og er því einungis fyrir börn og fullorðna forráðamenn þeirra. Ekkert barn fer af svæðinu án þess að vera í fylgd með fullorðnum og erum við með upplýsingartjald sem hægt er að leita til ef barn týnist eða ef barn týnir foreldrum.
Börn eru á ábyrgð forráðamanna á hátíðinni
Foreldrar og forráðamenn bera ábyrgð á börnum í þeirra umsjá á hátíðinni.
Gæludýr
Gæludýr eru leyfð á svæðinu.
Stórt hátíðarsvið
Luxor sér um að gera hátíðarsviðið flott, og þar verða ýmis skemmtiatriði frá kl 11-17.
Áfengislaus hátíð
Við erum ekki með áfengi á svæðinu og bannað er að taka það með á svæðið. Einnig viljum við vera reyklaus hátíð og er svæðið því reyklaust.