Fyrri hátíðir

Kátt á Klambra 2017

Kátt á Klambra 2017

Kátt á Klambra var haldið í annað sinn árið 2017 og mættu þá um 3.000 manns á svæðið. Boðið var uppá fjölbreytta afþreyingu og glæsilega dagskrá á sviði.

Meðal afþreyinga sem finna mátti á svæðinu var hjólabrettakennsla, beatboxkennsla, ungbarnanudd, súkkulaðikennsla, ritlistarkennsla, ljósmyndabás, andlitsmálning, sápukúlusvæði, bókatjald, rokkneglur og svo mætti lengi telja. Á sviði var mikið um dansatriði, jóga, Sirkus Íslands voru með atriði, Hildur söngkona tók lagið fyrir börnin og Emmsjé Gauti kláraði daginn með stæl.

Stærsti styrktaraðili Kátt á Klambra 2017 var Trópí. Reykjavíkurborg studdi einnig vel við bakið á okkur. Önnur fyrirtæki sem veittu okkur stuðning voru meðal annars Frón, Igló Indi, Arka, Slippfélagið, Brammer, Dominos, Pampers, Verkstæðið og Samskip.