Fyrri Hátíðir
Kátt á Klambra 2016
Kátt á Klambra 2016
Kátt á Klambra var fyrst haldin sumarið 2016 á Klambratúni. Hugmyndin að hátíðinni er sprottin frá Jónu Elísabet Ottesen og fékk hún í lið með sér Valdísi Helgu Þorgeirsdóttir til að skipuleggja hátíðina. Verkefnið varð svo hluti að lokaverkefni Jónu í Hagnýtri menningarmiðlun, fékk styrk frá Hverfissjóð Reykjavíkur og mættu um 1200-1500 gestir á túnið í lok júlí. Hátíðin var afslöppuð og notaleg og sló í gegn bæði hjá börnum og foreldrum þeirra. Boðið var upp á t,d barnanudd, jóga, föndursmiðju, andlitsmálun, tattoo, candyflosh, danssýningu frá Brynju Péturs, Kung Fu kennslu, dj, Frikki Dór og sumarlegt stuð.
