Aðrir viðburðir

Barnamenningarhátíð

Barnamenningahátíð

Klambraflæði

Kátt á Klambra var með spennandi viðburð í samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík 28. apríl 2017.

Klambraflæði var haldið  á Kjarvalsstöðum þar sem börn fengu einstakt tækifæri til að spreyta sig á allra nýjustu plötusnúðagræjunum frá www.pioneerdj.is. Ásamt því var í boði rímnasmiðja fyrir ung og upprennandi skáld sem gátu látið ljós sitt skína.

Báðar smiðjurnar voru undir leiðsögn fagmanna. Plötusnúðakennslan var leidd af Helga Snæ Jónassyni Kjeld, betur þekktur sem plötusnúðurinn Sonur Sæll, og textasmiðjan var í höndum Steinunnar Jónsdóttur sem kemur úr hljómsveitunum Amabadama og Reykjavíkurdætur.

Open mic var á litlu sviði á safninu þar sem börnin sungu, dönsuðu og höfðu gaman.

 

 

 

Myndir frá deginum