Um bandið:  

Madre Mia er hljómsveit með þremur ungum stöllum. Við kynntumst í gegnum tónlistarstarfið á skaganum og héldum sjálfar jólatónleika í desember til styrktar Mæðrastyrksnefndar. Þar söfnuðum við um 400.000kr. Við höfum allar sterkan grunn í tónlist eftir að hafa verið lengi í Tónlistarskólanum á Akranesi. Tvær okkar hafa unnið Hátónsbarkakeppni grunnskólanna á Akranesi og komist inn á Söngvakeppni Samvest. Það skal tekið fram að ein okkar er á leiðinni á Söngvakeppni Samfés. Við höfum spilað mikið saman um allt Akranes og eitthvað í Reykjavík á samkomum og viðburðum. Svo við teljum að Músíktilraunir sé rétti staðurinn fyrir okkur!

Hljómsveitina skipa þær Katrín Lea Daðadóttir, Hekla María Arnardóttir og Sigríður Sól Þórarinsdóttir. Katrín er 14 ára, hún syngur, spilar á bassa og kassatrommu, Hekla María er 15 ára og er einnig söngvari og spilar á gítar. Sigríður Sól er 15 ára, hún er söngvari og spilar á hljómborð.

Snapchat: madre-miaa
Email: madremiamusicc@gmail.com
Instagram: madremiamusic