Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti fékk alla til að dansa og syngja á hátíðinni síðasta sumar þar sem lagið ,,Reykjavík er okkar,, var sungið hátt og snjallt af öllum gestum ásamt öllunum hinum smellunum hans. Það þekkja allir lögin hans Emmsjé Gauta og hann ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni í sumar og það má því búast við miklu fjöri og hoppi á Klambratúni í sumar.