Tímarnir eru hugsaðir sem sameiginleg æfing fjölskyldunnar þar sem að foreldrar og börn leika sér saman eftir okkar aðferðafræði. Áherslan verður á að hafa gaman saman í gegnum allskonar leiki og æfingar að hætti Movement Improvement aðferðafræðinnar!

Smá um Aðalheiði kennara:

Aðalheiður Jensen er með diplóma á MA stigi í jákvæðri sálfræði og B.ed gráðu í leikskólakennara fræðum. Hún lærði til Rope-jógakennarans hjá Guðna Gunnarssyni árið 2008, sérhæfði sig í krakkajóga árið 2010 og hefur einnig sótt ýmis námskeið í núvitund og hugrækt.

Síðustu árin hefur hún boðið upp á námskeið fyrir nemendur í leik og grunnskólum sem byggja á jóga, hreyfingu og hugrækt og einnig námskeið fyrir kennara í hugrækt og jákvæðri sálfræði.

Aðalheiður hefur stundað movement af kappi í tæp þrjú ár í Primal Iceland og hyggst nýta þá reynslu í að hvetja foreldra til að leika við börnin sín í gegnum hreyfingu.